já það eru að koma páskar.. það er komið rúmt ár síðan ég fór út og þessi síða er orðin rúmlega árs gömul... :D svona er þetta.. það er mikið búið að gerast síðan 27 ágúst 2007, svona til að klára árið 2007 þá hættum við valli saman í september en erum enn góðir vinir, ég eignaðist helling af nýjum vinum hérna á Akureyri og komst í gegnum fyrstu önnina nokkuð vel ;) um miðjan nóvember fékk ég svo litla djásnið mitt (með smá aðstoð frá pabba:D takk pabbi) en það var ný Mazda 3 með númerið BUM 39 .. gott númer :D hehe... svo komu jólin en um jólin fékk ég pínu kast því ég var ekkert búin að vinna síðan í sumar og fór að vinna í blómabúð fyrir jól en milli jólanna og nýja ársins var ég bæði á Mælifell og einnig í elskulegu flugveldasölunni .. koma ekki áramót án þess að vera þar nokkra daga ;D Eftir jólin skellti ég mér svo í fullan skóla ásamt því að vinna í Blómabúð Akureyrar á fullu. Í janúar skellti ég mér í 20 afmæli til Anítu og nú erum við að leita okkur að íbúð saman í sumar .. hehe.. ásamt því að vera í fínnri vinnu og fullum skóla ákvað ég að skella mér í bootcamp kl 6:10 þrjá morgna í viku og ég held að ég hafi aldrei litið jafn vel út ;D hehe.. svo núna í mars sá ég ekki fram á það að geta gert allt sem ég vildi gera svo ég varð að gefa eftir einhverstaðar svo ég sagði vinnunni upp en er auka mannekja ef svo ber við. Annas er ég bara mjög ánægð, er á leiðinni suður í næstu viku að leit að íbúð og vinnu fyrir sumar. Ég er ekki enn búin að ákveð hvort ég fari aftur í skóla á næsta hausti en það kemur í ljós ..
Heyrðu já svo er það afmælið hennar mömmu á morgun, ég er að farað kaupa gjöfina núna á eftir og svo er það ferming hja Perlu systir valla... til hamingju elskan :* hehe... og svo er það bara reykjavíkurferð í næstuviku og svo er það stappaður skóli .. eftir páskana eru bara 3 vikur eftir af skólanum... þetta er að verða búið...:D
Svo ákvað ég að setja inn eina nýja mynd af mer.. fór í klippingu og litun núna eftir jólin.. eftir smá klúður þá er það orðið gott núna ;) ef þið takið ekki eftir því þá er þessi mynd tekin inn á bókasafni þar sem ég hef eitt meirihluta alls þess tíma sem eg hef verið herna á Akureyri.. fínn staður .. mæli með honum ;)
Páskakveðjur til allra
Björg bunny ;)