Tuesday 19 June 2007

lífið kemur sífelt á óvart....

Til hamingju með afmælið Valli minn :D

Já í dag á Valli afmæli en hann er fastur í vinnu til miðnættis á Reyðarfirðisvo það varður ekki mikið gert þennan afmælisdag, hann fær kannski eitthvað gott miðnætursnarl þegar hann kemur heim :). Ég verð nú samt að segja frá því afhverju það var svona stutt á milli blogga hjá mér... það nefnilega er þannig að á 17. júní, þjóðhátíðardaginn sjálfann, lánaði Valli pabba sínum bílinn og pabbi hans tók smá rúnt út í sveit sem að endaði hræðilega... Sæmi er í lagi en bílinn er ónýtur :( þannig að nú hefst leitin af nýjum bíl bæði handa honum og svo seldi ég bílinn minn rétt áður en ég kom heim og mig vantar nýjan bíl áður en ég byrja í háskólanum í haust... já, ég held að ég sé búin að ákveða mig .. er samt ekki alveg viss... svona er lífið

Stebba til hamingju með þrítugsafmælið á morgun elsku móðursystir mín :D hehe....
Skúli til hamingju með afmælið 17 júní

~litla póstulínsdúkkan~

Sunday 17 June 2007

hæ hó og jíbbí jejjj.. það er kominn 17. júní :)

well.. í dag er 17 júní og voða gaman.. er reyndar ekki enn farin út úr húsi í þessum skrifuðu orðum .. ligg bara heima í þvinkunni og hlusta á óla spila á gítar en Valli og öll fjölskyldan hans skelltu sér á kárahnjúka. Þau komu hingað á föstudaginn með voffa í skottinu og fellihýsið í eftirdragi og hafa verið að skoða austurlandið seinustu daga :)

En svona að þessu venjulega þá fer ég í sund á næstum hverjum degi því það er enn sturtulaust hérna en við erum komin með spegla .. en smiðurinn gerði þau mistök að kaupa of stórann spegil inn á klósett en það er ekki verra ;p Vinnan er alveg frábær og frábært fólk ;)

Það sem er framundan er að Valli verður tvítugur á þriðjudaginn og ég verð tvítug 7 júlí, mamma og pabbi Valla eiga brúðkaupsafmæli 19 júní og mamma mín og pabbi fljótlega ... 19 ár :D svo ætla mamma, pabbi og strákarnir koma næstu helgi og svo ætla mamma og jónas að koma aftur helgina eftir það... svo er planið að reyna að fara á krókinn afmælishelgin og hitta liðið heima .. allavega einhvertímann í júlí ef það gengur ekki.. þannig að það er mikið að gerast og svo vinnur maður audda eins mikið og hægt er.. er akkurat að fara í vinnuna eftir smá .. en já það er ekkert meira að frétta héðan...

~litli álfurinn á Egilsstöðum~

Friday 1 June 2007

Flutt austur á land

Já ég er flutt á Egilsstaði og er farin að vinna á Hótel Héraði, voða gaman. En byrjum á byrjuninni... útskriftin gekk vel, ég datt ekki og gerði mig ekki að stórkostlegu fíbbli og mamma hagaði sér líka vel :)) hehe... eftir útskrift fórum við Valli í veislu til Svenna en svo var matur hjá stúdentum á heimavistinni kl 8 sem að við hele familyen mætti ásamt ömmu og systur Valla og mamma hans, rosa gaman. Eftir matinn fórum við heim til Valla þar sem ég steinrotaðist en Valli vakti mig svo að við gætum kíkt út.. eða eitthvað. :p Eftir ágætis djamm var skriðið upp í rúmm og vaknað snemma til að halda útskirftarveislu þar sem að nánast allir mættu, mjög gott veður og allir krakkarnir voru á trampólíninu til skiptis... voða gaman... eftir að hafa opnað pakkana, TAKK til allra :D og fengið sér aðeins meira að borða fóru seinustu gestirnir og svo eftir að hafa fengið sér smá snarl í við bót og gengið frá fórum við Valli heim til hans og sváfum þar því húsið var pakkað af gestur. Á sunnudeginum fórum ég heim um hádegi og auðvitað var trampólínið orðið fullt og matur kominn á borð.. eftir smá snarl var kíkt á trampólínið en ekki fyrr en eftir að mamma og Systa voru búnar að hoppa pínu heheh... nokkuð skondið.. og auðvitað gat Villi frændi ekki verið minni maður svo að hann fór auðvitað líka :D

Eftir að allir gestirnir voru farnir var slappaðaf og farið að pakka niður, svo var litið út á lífið .. sem var nú frekar dauft því margir höfðu ákveðið að skella sér á Palla í sjallanum á Akureyri. Efitr að Valli hafði pakkað niður og sagt bless við fjölskylduna í Birkihlíð og Barmahlíð var farið í Eskihlíðina og náð í Árna og svo var lagt í'ann. Eftir langt, langt ferðalag með nokkrum stoppum komum við loksins á Egilsstaði og eftir að hafa skoðað alla íbúðina í krók og kima og tekið rúnt á Egilsstöðum var farið í háttinn í nýja fína Alovavera rúmminu :D rosa flott..

Á þriðjudeginum skellti ég mér á hótel Hérað og fékk þá vaktaplan í hendurnar og fyrsta vaktin var kl 3 þann dag... voða gaman, ég er komin ágætlega inn í allt í vinnunni nema kannski hvar hlutir eru geymdir og svo er planið að fara á sveita rúnt með einni úr vinnunni næst þegar ég er í fríi.. hlakka voða til en núna er ég að hugsa um að farað hlaupa áður en Valli kemur og fara svo í sund, því það er engin sturta hérna.. ennþá :S hehe...

~litli álfurinn kominn til Egilsstaða~

btw myndirnar koma seinna inn frá útskriftinni