Friday, 1 June 2007

Flutt austur á land

Já ég er flutt á Egilsstaði og er farin að vinna á Hótel Héraði, voða gaman. En byrjum á byrjuninni... útskriftin gekk vel, ég datt ekki og gerði mig ekki að stórkostlegu fíbbli og mamma hagaði sér líka vel :)) hehe... eftir útskrift fórum við Valli í veislu til Svenna en svo var matur hjá stúdentum á heimavistinni kl 8 sem að við hele familyen mætti ásamt ömmu og systur Valla og mamma hans, rosa gaman. Eftir matinn fórum við heim til Valla þar sem ég steinrotaðist en Valli vakti mig svo að við gætum kíkt út.. eða eitthvað. :p Eftir ágætis djamm var skriðið upp í rúmm og vaknað snemma til að halda útskirftarveislu þar sem að nánast allir mættu, mjög gott veður og allir krakkarnir voru á trampólíninu til skiptis... voða gaman... eftir að hafa opnað pakkana, TAKK til allra :D og fengið sér aðeins meira að borða fóru seinustu gestirnir og svo eftir að hafa fengið sér smá snarl í við bót og gengið frá fórum við Valli heim til hans og sváfum þar því húsið var pakkað af gestur. Á sunnudeginum fórum ég heim um hádegi og auðvitað var trampólínið orðið fullt og matur kominn á borð.. eftir smá snarl var kíkt á trampólínið en ekki fyrr en eftir að mamma og Systa voru búnar að hoppa pínu heheh... nokkuð skondið.. og auðvitað gat Villi frændi ekki verið minni maður svo að hann fór auðvitað líka :D

Eftir að allir gestirnir voru farnir var slappaðaf og farið að pakka niður, svo var litið út á lífið .. sem var nú frekar dauft því margir höfðu ákveðið að skella sér á Palla í sjallanum á Akureyri. Efitr að Valli hafði pakkað niður og sagt bless við fjölskylduna í Birkihlíð og Barmahlíð var farið í Eskihlíðina og náð í Árna og svo var lagt í'ann. Eftir langt, langt ferðalag með nokkrum stoppum komum við loksins á Egilsstaði og eftir að hafa skoðað alla íbúðina í krók og kima og tekið rúnt á Egilsstöðum var farið í háttinn í nýja fína Alovavera rúmminu :D rosa flott..

Á þriðjudeginum skellti ég mér á hótel Hérað og fékk þá vaktaplan í hendurnar og fyrsta vaktin var kl 3 þann dag... voða gaman, ég er komin ágætlega inn í allt í vinnunni nema kannski hvar hlutir eru geymdir og svo er planið að fara á sveita rúnt með einni úr vinnunni næst þegar ég er í fríi.. hlakka voða til en núna er ég að hugsa um að farað hlaupa áður en Valli kemur og fara svo í sund, því það er engin sturta hérna.. ennþá :S hehe...

~litli álfurinn kominn til Egilsstaða~

btw myndirnar koma seinna inn frá útskriftinni

2 comments:

Anonymous said...

Oi, achei teu blog pelo google tá bem interessante gostei desse post. Quando der dá uma passada pelo meu blog, é sobre camisetas personalizadas, mostra passo a passo como criar uma camiseta personalizada bem maneira. Até mais.

Unknown said...

halló skvís, eg rakst á síduna thina á blogg rúnti, og gangi ther vel i nýju vinnunnni
kverja Lilja Dögg ( skáti ;))