welll... þá er maður kominn heim! Ferðin heim gekk vel en ég þurfti að bíða í hálftíma eftir Valla því það kvell sprakk hjá honum á leiðinni suður og það fór daggóður tími í að redda því... já, eftir að hann kom rendum við í Hafnarfjörðinn þar sem við gistum hjá Sunnu og Hrafnkeli svo var lagt á stað um 9 leitið heim. Ég tók við stýrinu í Borgarnesi og keyrði í Staðarskála í stórr hríð og kvass viðri - svona ekta íslenskt - í Staðarskála tók Valli aftur við því honum fannst ég keyra eitthvað hægt... :p En já, þegar við komum í bæinn fór ég beint á æfingu fyrir útskriftina og svo er ég að fara til tannlæknis á eftir.. svo er bara útskrift á morgun og veisla daginn eftir... já meira um það seinna..
~litli álfurinn kominn heim~
Thursday, 24 May 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment