Saturday 27 January 2007

bílarnir segja brumm brumm brumm....


já það hefur margt gerst seinustu tvo daga... til að byrja einhverstaðar þá fór ég hérna í enn einn bæinn og komst í búðir og keypti mér eina peysu og einn bol í Warehouse ;S kostaði 55 pund... en svona er maður ruglaður... allavega svo keyrði ég heim... já þú last rétt ég keyrði á Englandi, vinstramegin á götunni, með stírið hægra meginn og stefnuljósið og rúðuþurkurnar vitlausu megin líka en það góða er að ég var a sjálfskiptum bíl, ég hefði ekki meikað gírstöng í þokkabót :S en það gekk bara svona þokkalega... komst allavega heim í hús án þess að lenda í árekstri... :D :D Svo í dag var svo farið í miðbæ Lúndunuarborgar, (bara ég og Gugga) við byrjuðum á nokkrum útimörkuðum, keyptum skerm á ljósið í loftinu hjá mér, ég fékk mér belti og Gugga pungtösku, geggjað margt sniðugt, geggjaðir skartgripir og hlutir,allavega...svo fórum við á myndlistasafn með helling af frægum köllum geggjað flott og svo á annað ljósmyndasafn og svo var ekki hægt að sleppa því að fara í nokkrar búðir... ég keypti mér tösku og tvenna boli í Esprit .. svo var bara tekin lestin heim og eins og vanalega þá var ég komin með þennan líka rosalega hausverk og þurfti að taka verkjatöflur.. ekki sniðugt :((

Já og svo sótti ég auðvitað um námskeið og ég fékk markaðsfræðina og pottery en það var fullt í skartgripagerðina, svo á ég eftir að sækja um gardínunámskeiðið en svo er vesenið að ballon námskeiðið lendir á sama tíma og pottery tíminn.... sé til hvað ég geri í því... :) allavega er ég að fara í skóla... svo er ég að farað byrja í ræktinni, hún er bara hinumegin við götuna, þar getur maður bæði farið í tíma og svo fengið einkaþjálfara ekkert rosalega dýrt, veit ekki hvernig það fer, ég og Stebbi ætlum kannski á morgun :S

Allavega vildi bara láta vita af mér.... Björg

Thursday 25 January 2007

Pizza a la Björg

Jamm.. kvöldmaturinn í gær var pizza a la Björg, svo var pönnuköku/skonsur í kaffinnu... og svo snjóaði í gær... og það var snjór alveg fram að hádegi :) rosa snjór.

ég er búin að skrá mig í tvö námskeið, annað er pottery (leirpottagerð) og hitt er markaðsfræði, svo ætla ég kannski að taka eitt sem er dagsnámskeið í ballonmakin, gera svona hunda og blóm úr blöðrum og svo annað sem er líka bara dagsnámskeið í gardínugerð... hlakka geggjað til :) ætlaði reyndar á eitt námskeið í skartgripagerð en það var alveg fullbókað ;( en hitt er alveg nóg held ég...

Allavega... ætlað farað lesa bók og slappa af uppi í rúmmi ;) hóst... heheh.....

Munið að kvitta
álfurinn <;)

Tuesday 23 January 2007

Fyrsta vikan í London búin


já... allt hefur gengið voða rólega fyrir sig... ég hef verið að kynnast hverfinu, fara með krakkana í skólann og sækja þau (aðalega Sillu) og svo fara í göngutúra með þann stutta.... ég er ennþá bara kölluð "stelpan" en það er nú allt að koma...

ég fór loksins að VERSLA :D og fyrst ég var að byrja ákvað ég að byrja með trompi og keypti mér myndavél (6,1 pixla, 10xzoom), minnis kort (519mb), lítinn ferða prentara (prenatar bara ljósmydastærð og er mjög góður) og svo einhvern disk svo ég geti unnið myndirnar betur allt á .... 280 pund eða 33,000 kr ísl. þetta var ekki tilboð,(fékk reyndar afslátt af prentaranum því þetta var seinasti jólatilboðs prentarinn) en þetta hefði ég aldrei fengið heima... mestalagi myndavélina á 33,000 kr... Fyrst ég var byrjuð að versla hélt ég áfram í dag og kepti mér peysu, nærbuxur og tvær dvd (Austin Powers I og Domino) á lítinn sem engann pening... lovit :)

Planið er svo að ég fari í kastala hérna í nágrenninu með fólkinu sem ég bý hjá næstu helgi... hlakka svoldið til... ég hef aldrei farið inn í alvöru kastala áður... fór reyndar til St. Alban um helgi með Guggu, Sillu og Degi og þá fórum við í stóra gamla kirkju, vá hvað hún var flott ;)


Allavega.... ég ætla að farað horfa á sjónvarpið núna... vildi bara láta vita það nýjasta af mér ... ég sakna samt þess að vera heima ...með kisu...

Einn af stóru kostonum hérna er samt að það er heitara hérna en heima þó það sé að kólna núna...

Saturday 20 January 2007

Vor í London

já vorið er nánast komið í London... allavega miðað við Ísland. Ég fór á röltið í hverfinu í dag til að svæfa Dag, á reyndar úlpunni, en var geggjað heitt (alveg í klukkutíma... mín dugleg:) .... Reyndar er ekki margir dagar síðan það gekk rosa vont veður hérna yfir, tré fuku á bíla og hús hérna rétt hjá :x

Annars var ekki gert mikið í dag... fórum í búðina og ég keypti mér peningaveski, en ótrúlegt en satt þá hef ég verið mjög þæg og góð stelpa og ekki keypt neitt annað en eina bók og svo veskið á heilli viku í London... góð byrjun :) og svo keyptum við kjúkling og franskar :D í kvöldmatinn



Akkurat núna er ég að horfa á spurninga þátt, en það er MJÖG vinsælt hérna.... og hérna er ein spurning .... svarið þessu:

Í hvaða íþrótt er orðið LUTZ notað yfir einhverja stellingu eða trix??
a) snjóbretti
b) skautar
c) sjóbretti

Friday 19 January 2007

Hmm... ég með blogg

Allavega núna er ég komin með blogg síðu... flestir sem ég hef talað við hafa enga trú á mér en ég ætla að reyna allavega meðan ég er hérna í London .... :)

svo... það er ekki komin vika en ég er samt svona nokkurnvegin kominn inn í hvernig þetta virkar allt en það var voða skrítið fyrst að horfa á alla bílana keyra vitlaust og öll húsin úr rauðum múrsteinum :S en svona er víst London ... ég hef ekki farið ennþá í miðbæin en það tekur 20 mín að fara með lest þangað en þar sem ég bý ekki langt frá lestarstöðinni þá mun það gerast fljótlega.... ég hef hinsvegar kynst hverfinu hérna í kring aðeins... fór rölt í dag á flíspeysunni takk fyrir takk ,reyndar með vetlinga líka, og var á röltinu í klukkutíma með yngri strákinn, Dag. Já fyrir þá sem ekki vita það þá er ástæða þess að ég bý hérna sú að ég er aupair hjá íslenskri fjölskyldu, Skarphéðinn Davíð 5 ára, Sigurbjörg (Silla) 3 ára og svo Dagur árs gamall og svo má ekki gleyma barninu sem að á að koma í heiminn í byrjun maí.... voða stuð :D

Allavega... ég skrifa vonandi fljótlega og læt vita hvað er í gangi hérna...