Wednesday 24 December 2008

Gleðileg Jól :D

Jæja þá eru komin jól einu sinni enn ... árið liðið og ég held ég sé bara nokkuð sátt við þetta ár :D

Árið byrjaði á því að skólinn byrjaði eins og vanalega í byrjun janúar. Allir út kvíldir og saddir eftir jólin :D Í lok janúar skellti ég mér til Reykjavíkur í bæjar/afmælisferð til Anítu .. rosa fjör :D Fram að páskum gerðist nú voðalega lítið annað en að ég lærði og lærði og lærði og já ég vann í Blómabúð Akureyrar en sagði upp um páskana því ég vildi geta lært meira ... hehe.. svona er þetta. Páskarnir fóru friðsamlega fram með sínu fyllerí og súkkulaðieggjaáti. En ekki má gleyma afmælinu hjá þessari gömul en það er seinasta blogg færslan mín um :S þar sem við fórum yfir í sumarbústað til ömmu og afa og við gleymdum okkur í góða veðrinu.. ótrúlega góður dagur til að líta upp úr skólabókunum. Í maí fór svo að draga til tíðinda .. prófin búin með tilheyrandi próflokadjammi og ég flutti út frá ömmu en þar var ég búin að búa frá því að skólin hófst í september og flutti aftur heim á krók til mömmu og pabba í litlu holuna mína niðri á neðri hæðinni. Þetta var gert svo ég gæti farið að vinna hjá Íbúðalánasjóð um sumarið. Ótrúlega fín vinna fyrir framan tölvuskjá og síma þegar sólin segir manni að vera úti.

Í byrjun júlí mánuðar ákvað ég svo að skella mér í heimsókn til Hrafnkötlu og taka með henni eina góða þjónavakt en það var ferðalag til þess part landsins þar sem enn er takmarkað símasamband, eða á Laugum í Sælingsdal. Í endan á júli ákvað ég svo að heimsækja aðra vinkonu mína, en það var hún elsku Anna Berglind sem varð fyrir valinu. En til að hitta hana þurfit ég að ferðast alla leið til Hrossaness á Jótlandi (Horsens í Danmörk fyrir þá sem ekki skilja). Og tókum við þar saman eina góða ógleymanlega helgi :D Verslunarmannarhelgin var svo teki með trompi á Akureyri í góðum vinahóp ;) Um miðjan ágúst skellti svo fjölskyldan sér svona í heild sinni þ.e.a.s. mamma, pabbi, ég, Halldór, Jónas og Inga (kærastan hans Halldórs), til Mallorca svona í enda sumarsins í tvær vikur .. svona rétt áður en kreppan skall á. Þar slökuðum við á, syntum /löbbuðum í sjónum, létum okkur fjúka út á sjó á uppblásnum dýnum, horfðum á Ólympíuleikana senda út frá Kína í litla 14“ sjónvarpinu á hótelherberginu okkar og horfðum þar á strákana „okkar“ vinna silfur, kynntumst fólki, borðuðum ís og drukkum gos, borðuðum osta og vínber á hverjum degi og fórum út að borða á kvöldin... Algjört sældar líf... :D

Sömu daga og ég var að taka upp úr töskunum þurfti ég að pakka aftur niður í þær því ég var að flytja alla leið til Akureyrar aftur .. hehe.. Ég fékk íbúð á stúdentablokkunum, 60 fermetra íbúð. Hún var ótrúlega tómleg fyrst þegar ég flutti inn en þá átti ég skrifborð, rúm, kommóðu og einn stóran stól, og fékk lánað sjónvarp og eldhúsborð og stóla hjá mömmu og pabba, en sjónvarpið mitt hafði gefið upp öndina um það leiti sem við vorum að fara út til Mallorca. Svona eftir að ég flutti inn fór ég að hafa augun hjá mér eftir sófa, skenk undir sjónvarpið og nýju sjónvarpi ef það skildi detta upp í hendurnar á mér... Hillurnar fundust í IKEA og ég fann sófann á barnalandi.is en hann var staðsettur í Naustahverfinu á Akureyri svo ég sló til. Gallinn var samt að hann var víst of stór fyrir stigaganginn og of stór fyrir liftuna , og þá var fínt að ég átti góða nágranna og að ég byggi bara á annarri hæð :D eheh.. takk enn og aftur Gunnþór, Kristján eldri og nágranni minn á hæðinni fyrir neðan mig án ykkar þá væri sófinn minn líklega ekki þar sem hann er í dag ... hahahah... Sjónvarpið kom svo síðar í leitirnar.

Þegar skólinn endaði í maí tók ég að mér að fara í skemmtinefndina fyrir hönd REKA (félag viðskiptafræðideildarinnar) og það hefur verið nóg að gera, við héldum fjölskyldudag, sprellmót, Halloween ball og jólaball fyrir börn þeirra sem eru í háskólanum (og ég er ábyggilega að gleyma einhverju). Svo þar sem ég var þá líka komin inn í stjórn REKA þá hef ég aðeins haft puttana í málunum þar, vísindaferðir, fjarnemadagar og próflokadjamm. Þannig að það er nóg að gera í skólanum og hjá mér eins og svo oft áður :D og árið 2009 verður ekkert minna að gera þar sem ég verð þá orðin varformaður í REKA og í skemmtinefnd en svo kemur stóra spurningin fyrir árið 2009... fæ ég vinnu í sumar???

En gleðileg jól til ykkar allra og takk æðislega fyrir allar þær góðu stundir á árinu sem er að líða, takk fyrir öll matarboðin, djammferðirnar og kaffihúsaferðirnar sem voru nú ófár :D og ég vona að þeim eigi eftir að fjölga á næsta ári .. svona þegar tími finnst til .. hehe.. og takk stebba fyrir að fæða mig þegar ég þurfti mest á að halda, í prófatíð .. haha.. :D Hlakka til að sjá ykkur öll á næsta ári og njótið samverunnar á jólum ;D hehe..

Tuesday 1 April 2008

Afmæli... ;)

Hæ.. við héldum upp á afmælið hennar mömmu 16. mars yfir í sumarbústað hja ömmu og afa og herna eru nokkrar myndi síðan þá....

























Saturday 15 March 2008

well.. þá eru að koma páskar


já það eru að koma páskar.. það er komið rúmt ár síðan ég fór út og þessi síða er orðin rúmlega árs gömul... :D svona er þetta.. það er mikið búið að gerast síðan 27 ágúst 2007, svona til að klára árið 2007 þá hættum við valli saman í september en erum enn góðir vinir, ég eignaðist helling af nýjum vinum hérna á Akureyri og komst í gegnum fyrstu önnina nokkuð vel ;) um miðjan nóvember fékk ég svo litla djásnið mitt (með smá aðstoð frá pabba:D takk pabbi) en það var ný Mazda 3 með númerið BUM 39 .. gott númer :D hehe... svo komu jólin en um jólin fékk ég pínu kast því ég var ekkert búin að vinna síðan í sumar og fór að vinna í blómabúð fyrir jól en milli jólanna og nýja ársins var ég bæði á Mælifell og einnig í elskulegu flugveldasölunni .. koma ekki áramót án þess að vera þar nokkra daga ;D Eftir jólin skellti ég mér svo í fullan skóla ásamt því að vinna í Blómabúð Akureyrar á fullu. Í janúar skellti ég mér í 20 afmæli til Anítu og nú erum við að leita okkur að íbúð saman í sumar .. hehe.. ásamt því að vera í fínnri vinnu og fullum skóla ákvað ég að skella mér í bootcamp kl 6:10 þrjá morgna í viku og ég held að ég hafi aldrei litið jafn vel út ;D hehe.. svo núna í mars sá ég ekki fram á það að geta gert allt sem ég vildi gera svo ég varð að gefa eftir einhverstaðar svo ég sagði vinnunni upp en er auka mannekja ef svo ber við. Annas er ég bara mjög ánægð, er á leiðinni suður í næstu viku að leit að íbúð og vinnu fyrir sumar. Ég er ekki enn búin að ákveð hvort ég fari aftur í skóla á næsta hausti en það kemur í ljós ..

Annars verð ég eiginlega að segja afhverju ég ákvað að blogga... lent nebblega í svoldið skrýtnum aðstæðum á miðvikudaginn.. dagurinn byrjaði með því að ég fór í bootcamp kl 6:10 svo var það skóli kl 8, síðan seinasta yfirferði yfir markaðsfræðiritgerð kl 10 með strákunum. síðan var það markaðsfræðitími kl 12:35, í pásunni ákvað ég að hringja í lækni því ég hef ekki getað borðað rautt kjöt núna í nokkra mánuði og það fer versnandi en allavega og fékk tíma eftir korter .. hljóp út úr tíma.. svoldið fegin samt:S eftir að læknirinn var búinn að mæla mig og pota í magann á mer ákvað hann að senda mig í blóðprufu og myndatöku (gerist á næstu vikum), mætti í tíma til Helga Bergs og hljóp út úr tima af ánægju þegar ég uppgutaði að strákarnir voru ekki búnir að redda ritgerðinni, fór í eitthvert rugl á gagnasmiðjunni og síðan skilaði ég þessari frábæru ritgerð um Topp allavega.. eftir þennan dag langaði mig bara að slappa af þannig að ég ákvað að skella mer yfir í sumarbústað sem amma og afi eiga herna hinumegin í firðinum.. það er nú pínu snjór en ég lét mig nú hafa það að keyra á fína bílnum mínum niður að bústað því ég nennti sko ekki að labba... svo byrjaði að snjóa og snjóa og snjóa og spáin var að það átti að halda áfram svo ég ákvað nú að drífa mig heim þó að ég hafi ætla að gista... jæja.. eftir að hafa komist upp á afleggjarann sem liggur að húsin var það bara að komast upp brekkuna og upp á veg... og eftir nokkrar tilraunir misst ég bílinn og var næstum farin út í skurð.. þá var síminn tekinn upp og hringt í Gunna og hann kom og kipti mer upp... hann trúði því samt ekki fyrst hvar ég var hehe.. bústaðurinn er s.s. á leiðinni upp á vaðlaheiði ... aðeins út úr alfara leið :D en svo komst ég heil og höldnu heim ... þetta var samt algjör snilld....

Heyrðu já svo er það afmælið hennar mömmu á morgun, ég er að farað kaupa gjöfina núna á eftir og svo er það ferming hja Perlu systir valla... til hamingju elskan :* hehe... og svo er það bara reykjavíkurferð í næstuviku og svo er það stappaður skóli .. eftir páskana eru bara 3 vikur eftir af skólanum... þetta er að verða búið...:D

Svo ákvað ég að setja inn eina nýja mynd af mer.. fór í klippingu og litun núna eftir jólin.. eftir smá klúður þá er það orðið gott núna ;) ef þið takið ekki eftir því þá er þessi mynd tekin inn á bókasafni þar sem ég hef eitt meirihluta alls þess tíma sem eg hef verið herna á Akureyri.. fínn staður .. mæli með honum ;)

Páskakveðjur til allra
Björg bunny ;)

Monday 27 August 2007

hæhæ..

já það er svoldið langt síðan ég bloggaði síðast en svona er þetta... svona stutt frá því síðast.. þá fór ég á LUngA á Seyðisfirði og skemmti mér voða vel með Hranfkötlu en fór heim um nóttina því ég var slöpp, og svo var farið á Neistaflug á Neskaupsstað um Versló, var btw. að vinna alla helgina. Ég fór á föstudaginn og Hrafnkatla drakk alveg fyrir okkur báðar ;) hehe.. og svo fór ég aftur á Sunnudagskvöldið og týndist og Hrafnkatla var lögð inn á sjúkrahús með botlangakast :C En ég gisti það kvöld í skottinu á fína Hiluexnum okkar Valla sem Sæmi lánaði okkar, og Valli svaf þar með mér... og svo mætti ég í vinnu, ég fékk reyndar að leggja mig í geymslunni .. Stuttu fyrir versló mætti Valli heim á glænýjum Audi, svartri A4 Geggjað flottur :D. Svo skelltum við Valli okkur heim á Krókin helgina eftir Versló, fórum á Dalvík á fiskidaga á laugardaginn en það var allt búið þegar við komum svo við tókum bara lágheiðina heim og svo var bara slappað af og svo var seinasta vikan kláruð í vinnunni. Ég hætti síðan á Hótel Héraði 17 ágúst og flutti þá á til ömmu Björgu á Akureyri þá helgi og hér er ég .. sit á bókasafninu í Sólborg og er að skirfa blogg og er nokkuð sátt við sumarið :) en nú er bara að demba sér í námið og klára að koma sér fyrir á þessum nýja stað :)
Við amma fórum á krókinn í gær og svo er ég að fara aftur heim næstu helgi til að vinna í 25 manna veislu hjá KPMG og svo ætla Valli, Óli og Árni og vonandi Hrafnkatla líka að koma á krókinn og þá verður dottið í það :) allavega þá verður fínt að fara heim og hitta Elmu og allt hitt liðið á krókunum :D

Háskólamærin Björg ;)


Saturday 14 July 2007

Næturvakt!!! :S

well.. ég er á næturvakt á hótel Héraði akkurat núna! vá þetta er ekki eitthvað sem ég vil gera oft... hvert hljóð og hreyfing (mín eigin oftast :)) gerir manni bilt við ... heví skerí.. ég var líka að horfa á mindhunter rétt áður en ég fór á vakt með óla bjarna svo ég er alveg extra tens, fyrir þá sem ekki vita hvað mindhunter þá er það hryllingsmynd.. ekki sniðugt rétt fyrir næturvakt :S.. en í ofanálag við allt sem er í gangi þá er ég farin að æla og rosa illt í maganum, ég hringdi í bossinn minn áðan og hún er drulluveik heim og gat ekkert reddað mér, og dóttir hennar sem hefði getað bjargað mér líka er farin á Stóru Tjarnir að vinna.. þannig að ég lofaði að ég myndi þrauka nóttina en ég myndi gera meira en það sem ég á að gera.. dem þetta er ógeðslegt... ég hélt að magaverkir myndu bara endast í svona 2-3 daga en þessi er búinn að vera í 2-3 vikur og er að gera mig brjálaða. Þetta er samt í fyrsta sinn sem ég æli .. allavega .. svo er Valli elskan einn heima því óli er horfinn á vit ástarævintýranna, því þegar ég hringdi áðan og bað hann um að koma með hreinan hlýrabol því það hafði skvest æla yfir bolinn sem ég var í fékk ég það svar að hann væri búinn með 4-5 bjóra svo að hann væri ekki í ökuhæfu ástandi, jabb Valli er orðinn löghlýðinn ... en já vildi bara deila með ykkur að lífð getur stundum verið algjör pest en hvað sem þvi líður þá ætla ég að reyna að halda áfram að vinna or something.. allavega góða nótt

Ég vil samt bæta við að ég samhryggist fjölskyldu Óskars slökvuliðsstjóra, vinum og ættingjum.. fyrir þá sem ekki vita hver Óskar var þá vil ég segja að þið mistuð af alveg frábærri persónu, góður og gerði ótrúlegustu hluti, sérstaklega ef það var eitthvað tengt dætrum hans tveimur :). Hann skilur eftir sig stórt skarð í lífinu á Sauðárkrók. Takk fyrir allt Óskar! Alda, Júlíanna, Guðbjörg, Bjössi, Gunni og fjölskyldan í Eskihlíð 3 megi guð hjálpa ykkur í gegnum þennan erfiða tíma.

Thursday 12 July 2007

Björg 20 ára :Þ

Hæhæ

Það er orðið svoldið sína ég bloggaði seinast svo það er kannski rétt að fara sína smá lit.. það hefur svona hitt og þetta gerst síðan síðast.. ég er búin að vinna og vinna og vinna en svo fékk ég frí seinustu helgi til að fara heim .. Valli fór reyndar á þriðjudeginum því hann þurfti að fara á jarðarför hjá frænda sínum á miðvikudeginum en ég fór svo á föstudeginum með ömmu og afa en þau voru búin að vera í sumarbústað hérna rétt fyrir utan bæinn í viku. Það var nú samt minna en ekki neitt gert yfir þá helgi, við láum eiginlega bara í leta... fórum aðeins út á laugardeginum en ekki mikið meira en það, það spilaði svoldið inn í að ég var búin að vera veik í tvær vikur og þetta var að verða vika numer 3 .. ekki sniðugt.. mamma bauð reyndar fjölskyldunni í Barmahlíð, siggu frænku og co og ömmu Björg í mat á laugardeginum .. þið eruð kannski að spá afhverju en jú mín varð 20 ára þann dag :) ég kem heim einhvertíman og held almennilega uppá þetta og þá ekki svona ógeðslega veik. En já svo eyddum við mánudagsnóttinni á akureyri sem að var svosem gott því bíl elskan stoppaði .. grrr.... Skúli frændi kom og hjálpaði okkur en kolin í startarnum stóðu á sér.. eldgamli bíll.. btw við keyrum um á 91' árgerð Hileux pallbíl og hann heitir Blettur og þegar þið sjáið hann kemur það ekki á óvart .. Allavega ég ætla að farað þrífa og gera eitthvað sniðugt fyrst ég fékk frí í dag :)) vonandi verður eitthvað meira búið að gerast næst þegar ég skrifa.. en það er nú ekki langt í LungA, Versló (við verðum líklega hér á Neistaflugi) og svo Fiskidagar.. geggjað stuð

svo svona að öðru ég fer líklega í Háskólann á Akureyri :)

bæbæ

Tuesday 19 June 2007

lífið kemur sífelt á óvart....

Til hamingju með afmælið Valli minn :D

Já í dag á Valli afmæli en hann er fastur í vinnu til miðnættis á Reyðarfirðisvo það varður ekki mikið gert þennan afmælisdag, hann fær kannski eitthvað gott miðnætursnarl þegar hann kemur heim :). Ég verð nú samt að segja frá því afhverju það var svona stutt á milli blogga hjá mér... það nefnilega er þannig að á 17. júní, þjóðhátíðardaginn sjálfann, lánaði Valli pabba sínum bílinn og pabbi hans tók smá rúnt út í sveit sem að endaði hræðilega... Sæmi er í lagi en bílinn er ónýtur :( þannig að nú hefst leitin af nýjum bíl bæði handa honum og svo seldi ég bílinn minn rétt áður en ég kom heim og mig vantar nýjan bíl áður en ég byrja í háskólanum í haust... já, ég held að ég sé búin að ákveða mig .. er samt ekki alveg viss... svona er lífið

Stebba til hamingju með þrítugsafmælið á morgun elsku móðursystir mín :D hehe....
Skúli til hamingju með afmælið 17 júní

~litla póstulínsdúkkan~