Wednesday 24 December 2008

Gleðileg Jól :D

Jæja þá eru komin jól einu sinni enn ... árið liðið og ég held ég sé bara nokkuð sátt við þetta ár :D

Árið byrjaði á því að skólinn byrjaði eins og vanalega í byrjun janúar. Allir út kvíldir og saddir eftir jólin :D Í lok janúar skellti ég mér til Reykjavíkur í bæjar/afmælisferð til Anítu .. rosa fjör :D Fram að páskum gerðist nú voðalega lítið annað en að ég lærði og lærði og lærði og já ég vann í Blómabúð Akureyrar en sagði upp um páskana því ég vildi geta lært meira ... hehe.. svona er þetta. Páskarnir fóru friðsamlega fram með sínu fyllerí og súkkulaðieggjaáti. En ekki má gleyma afmælinu hjá þessari gömul en það er seinasta blogg færslan mín um :S þar sem við fórum yfir í sumarbústað til ömmu og afa og við gleymdum okkur í góða veðrinu.. ótrúlega góður dagur til að líta upp úr skólabókunum. Í maí fór svo að draga til tíðinda .. prófin búin með tilheyrandi próflokadjammi og ég flutti út frá ömmu en þar var ég búin að búa frá því að skólin hófst í september og flutti aftur heim á krók til mömmu og pabba í litlu holuna mína niðri á neðri hæðinni. Þetta var gert svo ég gæti farið að vinna hjá Íbúðalánasjóð um sumarið. Ótrúlega fín vinna fyrir framan tölvuskjá og síma þegar sólin segir manni að vera úti.

Í byrjun júlí mánuðar ákvað ég svo að skella mér í heimsókn til Hrafnkötlu og taka með henni eina góða þjónavakt en það var ferðalag til þess part landsins þar sem enn er takmarkað símasamband, eða á Laugum í Sælingsdal. Í endan á júli ákvað ég svo að heimsækja aðra vinkonu mína, en það var hún elsku Anna Berglind sem varð fyrir valinu. En til að hitta hana þurfit ég að ferðast alla leið til Hrossaness á Jótlandi (Horsens í Danmörk fyrir þá sem ekki skilja). Og tókum við þar saman eina góða ógleymanlega helgi :D Verslunarmannarhelgin var svo teki með trompi á Akureyri í góðum vinahóp ;) Um miðjan ágúst skellti svo fjölskyldan sér svona í heild sinni þ.e.a.s. mamma, pabbi, ég, Halldór, Jónas og Inga (kærastan hans Halldórs), til Mallorca svona í enda sumarsins í tvær vikur .. svona rétt áður en kreppan skall á. Þar slökuðum við á, syntum /löbbuðum í sjónum, létum okkur fjúka út á sjó á uppblásnum dýnum, horfðum á Ólympíuleikana senda út frá Kína í litla 14“ sjónvarpinu á hótelherberginu okkar og horfðum þar á strákana „okkar“ vinna silfur, kynntumst fólki, borðuðum ís og drukkum gos, borðuðum osta og vínber á hverjum degi og fórum út að borða á kvöldin... Algjört sældar líf... :D

Sömu daga og ég var að taka upp úr töskunum þurfti ég að pakka aftur niður í þær því ég var að flytja alla leið til Akureyrar aftur .. hehe.. Ég fékk íbúð á stúdentablokkunum, 60 fermetra íbúð. Hún var ótrúlega tómleg fyrst þegar ég flutti inn en þá átti ég skrifborð, rúm, kommóðu og einn stóran stól, og fékk lánað sjónvarp og eldhúsborð og stóla hjá mömmu og pabba, en sjónvarpið mitt hafði gefið upp öndina um það leiti sem við vorum að fara út til Mallorca. Svona eftir að ég flutti inn fór ég að hafa augun hjá mér eftir sófa, skenk undir sjónvarpið og nýju sjónvarpi ef það skildi detta upp í hendurnar á mér... Hillurnar fundust í IKEA og ég fann sófann á barnalandi.is en hann var staðsettur í Naustahverfinu á Akureyri svo ég sló til. Gallinn var samt að hann var víst of stór fyrir stigaganginn og of stór fyrir liftuna , og þá var fínt að ég átti góða nágranna og að ég byggi bara á annarri hæð :D eheh.. takk enn og aftur Gunnþór, Kristján eldri og nágranni minn á hæðinni fyrir neðan mig án ykkar þá væri sófinn minn líklega ekki þar sem hann er í dag ... hahahah... Sjónvarpið kom svo síðar í leitirnar.

Þegar skólinn endaði í maí tók ég að mér að fara í skemmtinefndina fyrir hönd REKA (félag viðskiptafræðideildarinnar) og það hefur verið nóg að gera, við héldum fjölskyldudag, sprellmót, Halloween ball og jólaball fyrir börn þeirra sem eru í háskólanum (og ég er ábyggilega að gleyma einhverju). Svo þar sem ég var þá líka komin inn í stjórn REKA þá hef ég aðeins haft puttana í málunum þar, vísindaferðir, fjarnemadagar og próflokadjamm. Þannig að það er nóg að gera í skólanum og hjá mér eins og svo oft áður :D og árið 2009 verður ekkert minna að gera þar sem ég verð þá orðin varformaður í REKA og í skemmtinefnd en svo kemur stóra spurningin fyrir árið 2009... fæ ég vinnu í sumar???

En gleðileg jól til ykkar allra og takk æðislega fyrir allar þær góðu stundir á árinu sem er að líða, takk fyrir öll matarboðin, djammferðirnar og kaffihúsaferðirnar sem voru nú ófár :D og ég vona að þeim eigi eftir að fjölga á næsta ári .. svona þegar tími finnst til .. hehe.. og takk stebba fyrir að fæða mig þegar ég þurfti mest á að halda, í prófatíð .. haha.. :D Hlakka til að sjá ykkur öll á næsta ári og njótið samverunnar á jólum ;D hehe..

2 comments:

Anonymous said...

Gleðileg jól sömuleiðis, sjáumst á nýju ári :).

Kv. Sjonni.

Anonymous said...

Takk fyrir árið sömuleiðis litla :) Sjáumst sem allra fyrst á nýju ári....
Saknaðarkveðjur, Stebba