Saturday 14 July 2007

Næturvakt!!! :S

well.. ég er á næturvakt á hótel Héraði akkurat núna! vá þetta er ekki eitthvað sem ég vil gera oft... hvert hljóð og hreyfing (mín eigin oftast :)) gerir manni bilt við ... heví skerí.. ég var líka að horfa á mindhunter rétt áður en ég fór á vakt með óla bjarna svo ég er alveg extra tens, fyrir þá sem ekki vita hvað mindhunter þá er það hryllingsmynd.. ekki sniðugt rétt fyrir næturvakt :S.. en í ofanálag við allt sem er í gangi þá er ég farin að æla og rosa illt í maganum, ég hringdi í bossinn minn áðan og hún er drulluveik heim og gat ekkert reddað mér, og dóttir hennar sem hefði getað bjargað mér líka er farin á Stóru Tjarnir að vinna.. þannig að ég lofaði að ég myndi þrauka nóttina en ég myndi gera meira en það sem ég á að gera.. dem þetta er ógeðslegt... ég hélt að magaverkir myndu bara endast í svona 2-3 daga en þessi er búinn að vera í 2-3 vikur og er að gera mig brjálaða. Þetta er samt í fyrsta sinn sem ég æli .. allavega .. svo er Valli elskan einn heima því óli er horfinn á vit ástarævintýranna, því þegar ég hringdi áðan og bað hann um að koma með hreinan hlýrabol því það hafði skvest æla yfir bolinn sem ég var í fékk ég það svar að hann væri búinn með 4-5 bjóra svo að hann væri ekki í ökuhæfu ástandi, jabb Valli er orðinn löghlýðinn ... en já vildi bara deila með ykkur að lífð getur stundum verið algjör pest en hvað sem þvi líður þá ætla ég að reyna að halda áfram að vinna or something.. allavega góða nótt

Ég vil samt bæta við að ég samhryggist fjölskyldu Óskars slökvuliðsstjóra, vinum og ættingjum.. fyrir þá sem ekki vita hver Óskar var þá vil ég segja að þið mistuð af alveg frábærri persónu, góður og gerði ótrúlegustu hluti, sérstaklega ef það var eitthvað tengt dætrum hans tveimur :). Hann skilur eftir sig stórt skarð í lífinu á Sauðárkrók. Takk fyrir allt Óskar! Alda, Júlíanna, Guðbjörg, Bjössi, Gunni og fjölskyldan í Eskihlíð 3 megi guð hjálpa ykkur í gegnum þennan erfiða tíma.

Thursday 12 July 2007

Björg 20 ára :Þ

Hæhæ

Það er orðið svoldið sína ég bloggaði seinast svo það er kannski rétt að fara sína smá lit.. það hefur svona hitt og þetta gerst síðan síðast.. ég er búin að vinna og vinna og vinna en svo fékk ég frí seinustu helgi til að fara heim .. Valli fór reyndar á þriðjudeginum því hann þurfti að fara á jarðarför hjá frænda sínum á miðvikudeginum en ég fór svo á föstudeginum með ömmu og afa en þau voru búin að vera í sumarbústað hérna rétt fyrir utan bæinn í viku. Það var nú samt minna en ekki neitt gert yfir þá helgi, við láum eiginlega bara í leta... fórum aðeins út á laugardeginum en ekki mikið meira en það, það spilaði svoldið inn í að ég var búin að vera veik í tvær vikur og þetta var að verða vika numer 3 .. ekki sniðugt.. mamma bauð reyndar fjölskyldunni í Barmahlíð, siggu frænku og co og ömmu Björg í mat á laugardeginum .. þið eruð kannski að spá afhverju en jú mín varð 20 ára þann dag :) ég kem heim einhvertíman og held almennilega uppá þetta og þá ekki svona ógeðslega veik. En já svo eyddum við mánudagsnóttinni á akureyri sem að var svosem gott því bíl elskan stoppaði .. grrr.... Skúli frændi kom og hjálpaði okkur en kolin í startarnum stóðu á sér.. eldgamli bíll.. btw við keyrum um á 91' árgerð Hileux pallbíl og hann heitir Blettur og þegar þið sjáið hann kemur það ekki á óvart .. Allavega ég ætla að farað þrífa og gera eitthvað sniðugt fyrst ég fékk frí í dag :)) vonandi verður eitthvað meira búið að gerast næst þegar ég skrifa.. en það er nú ekki langt í LungA, Versló (við verðum líklega hér á Neistaflugi) og svo Fiskidagar.. geggjað stuð

svo svona að öðru ég fer líklega í Háskólann á Akureyri :)

bæbæ