já vorið er nánast komið í London... allavega miðað við Ísland. Ég fór á röltið í hverfinu í dag til að svæfa Dag, á reyndar úlpunni, en var geggjað heitt (alveg í klukkutíma... mín dugleg:) .... Reyndar er ekki margir dagar síðan það gekk rosa vont veður hérna yfir, tré fuku á bíla og hús hérna rétt hjá :x
Annars var ekki gert mikið í dag... fórum í búðina og ég keypti mér peningaveski, en ótrúlegt en satt þá hef ég verið mjög þæg og góð stelpa og ekki keypt neitt annað en eina bók og svo veskið á heilli viku í London... góð byrjun :) og svo keyptum við kjúkling og franskar :D í kvöldmatinn
Akkurat núna er ég að horfa á spurninga þátt, en það er MJÖG vinsælt hérna.... og hérna er ein spurning .... svarið þessu:
Í hvaða íþrótt er orðið LUTZ notað yfir einhverja stellingu eða trix??
a) snjóbretti
b) skautar
c) sjóbretti
Saturday, 20 January 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
halló björg þetta er Halldór og mamma... :D... ég var að koma að sunnan og mér gekk alveg ágætlega... ég held að svarið sé C... en allavena vertu dugleg að blogga þannig að við þurfum ekki alltaf að vera að hringja i þig til þess að vita hvernig er þarna úti í stórbborginni þar sem engar búðir eru... :D
Kv. Halldór og Mamma... :P
svarið er skautar
Post a Comment