Wednesday, 25 April 2007

bubbi byggir ;))

Já það hefur nú gengið á ýmsu upp á síðkastið.. eftir að Valli og Silla fóru kom hún elsku mamma mín í nokkra daga. Ég fór audda út á völl að ná í mömmu og eftir að hafa stoppað aðeins í Potters bar fórum við til St Albans að versla. Áður en við fórum í búðir röltum við aðeins um garðinn í St Albans og fengum okkur ís í góða veðrinu. Til mikillar hamingju fyrir mömmu var útimarkaður þannig að hún fékk algjöra útrás :)) Eftir að hafa verslað svona jájá... :p þá fórum við til London Colney og versluðum aðeins meira :)) Svo var farið heim og við fengum okkur samlokur og fögnuðum afmælinu hans Stebba - afmælisbarn dagsins :)

Á fimmtudeginum fórum við í bæinn... fórum á Dalí safnið og röltum svo bara í einhverja hringi .. og enduðum í kínahverfinu sem var mjög gaman. Svo audda verða að prófa eitthvað af þessum kaffihúsum en leið og við settumst niður byrjaði Lay Low í útvarpinu en það var ekki allt, eftir að hafa rölt um kínahverfið í smá tíma röltum við upp á Oxford og þar gengum við fram á stóra auglýsingu af Garðari Cortes .. mjög íslenskur dagur svo enduðum við hjá Liesester Square og fengum okkur ís. Svo skelltum við okkur bara heim og fengum okkur góðan kjúkling í kvöldmatinn og svo var bara slappað af :)

Á föstudeginum fórum við til Borehamwood og ég fékk mer dragt og skó ásamt öðru lífs nauðsynlegum hlutum:D við mamma tókum Dag elskuna með okkur í þetta ferðalag. Eftir að hafa farið á Costa og fengið okkur að borða fórum við til London Colney og keyptum svona aðeins meira :))

Á laugardaginn fórum við á hefðarsetur þar sem við sáum víkinga, gríska hermenn, riddara og breska riddara og auðvitað kom drekinn en riddarinn náði að bjarga málunum... nokkuð skondið :D híhí... eftir að hafa farið og skoðað setrið sjálft, og það sem hver hópur var með uppá að bjóða og lamið drekann aðeins, fórum við heim og slöppuðum af .. eða eins mikið og hægt er þegar mamma fer í ham :D heehhehe.....

á sunnudeginum keyrði ég svo mömmu á völlinn eftir að hafa hjálpað henni að troða ofan í tösku... sem var nú ekkert smá púsluspil :) hehe.. og þá var það bless.. það var erfitt, en þar sem það eru ekki nema 28 dagar í dag þangað til ég kem heim þá var þetta auðveldara... Váa.. time flies when you are having fun:D

Áður en mamma kom fórum við í dýragarðinn hérna rétt hjá en síðan hún fór (sem eru ekki nema 3 dagar) höfum við gert voða lítið annað en að slappa af :) en svo er planið að fara í dýragaðinn aftur á föstudaginn rosa stuð ;) en já ...svo að því sem er í gangi heima... það er allt í háa loftum heima í Birkihlíðinni, það er verið að byggja einhvern rosa pall fyrir aftan hús og það er búið að leggja inn pöntun fyrir trampólíni en það er nú ekki minna að gerast inni, hún elsku mamma er að mála stofuna hvíta akkurat núna.. krafta fólk. Svo er reyndar allt á fullu fyrir austan hjá honum Valla mínum og Óla Bjarna líka. Þeir eru að reyna að klára bílskúrinn á Einbúablá sem fyrst svo Óli og Valli geti flutt inn.. og ég þegar ég kem heim :) en já tengdó og stelpurnar eru að fara austur næstu helgi að hjálpa þeim og koma með húsgögn í leiðinni.. allt að gerast og ég sit og slappa af hérna í London :)) sem er voða fínt :D en já .. nú ætla ég að farað horfa á Latabæ með Sillu en áðan vorum við að horfa á Bubb byggi og Dagur fór að syngja með .. hann segir ekki einu sinni nafnið mitt en hann getur sungið Bubba byggi lagið .. þarna sér maður hvað er mikilvægara :)) hehe...

Friday, 13 April 2007

allt að gerast... :))

eftir að hafa fengið nokkrar ábendingar um það að það sé að nálgast mánuðu síðna ég skrifaði seinast þá ákvað ég að drífa í þessu... :)

allavega það sem hefur gerst er nú svona ... byrjum á byrjuninni... Silla kom á fimmtudagskvöldi 29 mars og daginn eftir var voða páskadagur í skólanum hans Skarpa þar sem foreldrar og systkyni máttu koma en ég og Dagur ákváðum að þetta væri ekki fyrir okkur ;) svo var ekki mikið gert eftir það. Daginn eftir var svo voða danssýning í ballettinum hjá Sillu þar sem öllum var boðið en eins og daginn áður þá ákvaðum við Dagur að vera bara heima, eftir að allir voru komnir heim og búnir að borða fórum við í Lee Vally Park og löbbuðum þar fram og til baka.. þetta er risa stórt friðað svæði, eiginlega dalur, og partur af honum er opinn fyrir almenning, við fórum helgina áður á annan stað í Lee Vally þar sem var hægt að sjá kýr mjólkaðar og halda á naggrísum og fl. ;)) geggjað stuð.
En svo var Sunnudagurinn 1. apríl loksins kominn, búin að bíða lengi eftir þessum dagi, ég lagði á stað út á völl til að ná í sæta manninn minn ;) sem átti að lenda kl 11:10 en á leiðinni sá ég bara bensínmælinn falla þannig að ég ákvað að stoppa og taka bensín rétt áður en ég kom út á völl, svo meðan ég var að dæla leit ég klukkana og þá var hún orðin 11:45 og það á ekki að taka nema 30 mín að komast í gegn þannig að mín fór að panica en þar sem ég var búin að segja honum að hitta mig á Costa þá var ég rólegri en auðvitað vildi ég ekki að hann biði alveg heilan helling eftir því að ég kæmi þannig að mín rauk á stað út af bensínplaninu og eftir smá leit fann ég nokkuð gott stæði og hljóp inn, þá var klukkan orðin 12 og ég auðvitað drullu hrædd um að hann hefið verið orðinn þreyttur á biðinni og farið út að leita ... þannig að ég fór í panic kasti út um allan völl en svo fór ég að fylgjast með fólkinu sem kom út og fór þá að taka eftir því að það var ekki mikið að íslensku fólki.. svo kom Gunni úr Gunni og Felix og svo Ingvar íþróttakennari og frú og svo Heiðar snyrtir svo ég fór að róast, svo kom Valli loksins ... þá var klukkan orðin 12:20. Eftir að hafa kysst hann í bak og fyrir þá fórum við út í bíl og keyrðum til Dunmow og eyddum deginum þar, löbbuðum um, settumst við voða sæta tjörn og slöppuðum af í sólinni og svo fórum við inn á voða fínan veitingastað, Dish, og Valli fékk sér sverðfisk en ég kjúkling, þetta var frábært, fórum líka á Maltverksmiðjusafn og í kirkjuna í Dunmow, svo héldum við áfram og fórum til Felsstad og skoðum okkur um þar og fórum svo að leita að húsinu sem við vorum að farað gista í, ekkert smá fallegt sveitabýli, án efa friðsælasti staður sem ég hef nokkurtímann komið á ... vá.. þetta var bara eitthvað sem ég fann í bed and breakfast .. svo fórum við út að borða, fórum til baka í Felsstad og fundum kínvarskan veitingastað og fengum okkur rækjur, appelsínuönd og ég fékk mér krabbasúpu og auðvitað allt borðað með prjónum :)) svo var farið til baka og farið að sofa *svona fljótlega* :D híhí...
Á mánudagsmorgninum beið eftir okkur englishbreakfast, en ég ákvað að fá mér bara kornflex .. ekki alveg tilbúin í allt þetta sull. Eftir að hafa borgað og sagt bless var lagt á stað í að finna stað sem seldi sígó og eftir að það fanns fékk valli sér Ginnes á nálægum bar :)) svo lögðum við á stað til Dunmow á flugvélasafn sem ég hélt að væri nú ekki mikið en jújú.. þetta voru 7 risa skýli og flugbraut þar sem hægt var að skoða gamlar vélar sem voru geymdar úti og svo líka hægt að fara í flugferð á svona gamalli rellu... við sleptum þvi .. aðeins of dýrt fyrir minn smekk en svo var lagt á stað til Potters bar. Eftir að við komum heim var bara slappað af og borðað alveg frábært svínakjöt.
Á þriðjudeginum fórum við Valli niður í miðbæ Potters bar með Dag með okkur og ætluðum að finna sólgleraugu handa honum en enduðum á því að finna frábær gleraugu handa mér.. svo var farið til London Colney í Next, íþróttabúðina og fleiri búðir svo var farið heim og slappað af.
Á miðvikudeginum var lagt snemma af stað í miðbæ London, fyrsti staður var Tony & Guy Regenstreet, þar sem ég hitti Dóra og hann samdi við mig að koma vikun eftir í klippingu til hans, næsti staður var Kennsington Close þar sem við vorum að farað gista næstu tvær nætur og fengum að skilja dótið okkar eftir þar svo var haldið áfram og næsti staður var Madam Tusseds þar sem við stóðum í röð alveg heillengi og loksins þegar við komum inn var alveg pakkað, ekki alveg það sem við vorum búin að hugsa okkur en... svo eftir að hafa séð allar stjörnurnar og farið inn í flottasta bíó sal ever þá fórum við hinu megin við götuna og valli fékk sér bjór, svo var labbað í nokkrar búðir og svo fórum við til bara á High street Kennsington, fórum í sturtu og fórum út að borða. Þetta kvöldið var það Sopranos þar sem við fengum okkur bæði 12" pizzur, svo var skriðið upp í rúmm....
Á Fimmtudaginum byrjuðum við á því að fara í morgunmat á hótelinu, Valli fékk úldið egg en annars var það fínt... híhí.. síðan var lagt á stað niður að Thames, eftir smá labb ákaðum við að fá okkur smá að borða, Valli fékk sér lasagnia en ég túnfisksamloku, og Valli fékk frábæran bjór í köldu glasi. Síðan var rölt á London Aquarium og svo röltum við í einhverja hringi og enduðum á Sherlock Holms bar þar sem Valli fékk sér Stongbow :)) ahahha.... og svo fórum við í Next og ég fékk mér BLEIKAN stuttermabol og inniskó en Valli fékk sér stráhatt, við vorum geggjað flott ;) eheh.. svo fórum við með strætó allaleið yfir til Tower bridge og ætluðum að skoða einhver söfn þar en við vorum of sein svo við fórum bara á KFC og fengum okkur að éta og fórum svo með bát niður Thames.. ekkert smá gaman. Svo stoppaði báturinn beint fyrir utan London eye og þá auðvitað var það ekki spurning .. við höfðum líka keypt okkur miða í London eye á sama tíma og við keyptum miðaðna í Madam Tussed. Þá var klukkan eitthvað um 7 og það var verið að kveikja ljósin á hjólinu þegar við fórum upp .. en auðvitað fór mín að skjálfa á leiðinni upp þannig að allar myndirnar voru meira og minna hristar... Þetta var samt ekkert smá flott. Eftir að við komum svo niður var ákveðið að skella sér bara á Highstreet Kennsington og vona að eitthvað væri opið og auðvitað, við fórum á þennan flotta veitingastað þar sem Valli fékk sér 14 oz steik og ég túnfisk, ekkert smá flott. Valli náði EKKI að klára af disknum en hann náði að klára kjötið sem ég tel alveg afrek útaf fyrir sig ;D hehe... svo var bara farið í sturtu og farið að sofa...
Föstudagur byrjaði vel, enn einn frábæri dagur. Við fengum okkur morgunmat á Nero, borðum úti og löbbuðum svo aðeins á High Street og keyptum okkur svona smá .. fórum með það inn á hótel þar sem við geymdum töskurnar og lögðum svo á stað í Hyde park .. eftir smá leit fundum við Subway sem við tókum með okkur í Hyde park og láum í sólinni í smá stund, hringdum heim og slöppuðum af. Svo var haldið áfram og fórum upp á Oxford en eftir að hafa orðið áttavilt eftir að við fórum inní eina búðina og byrjað að labba til baka ákvaðum við að taka lestina bara til baka til að ná í dótið okkar því lappirnar voru alveg búnar. Áður en við fórum heim fórum við samt á enn einn ítalska veitingastaðinn og ég fékk mér voða fínt salat en Valli fékk sér pasta. Svo var lagt á stað í Potters bar með allt dótið :)) svo var bara rólegt kvöld heima, Gugga, Stebbi , Silla og krakkarnir fóru til Bath fyrr um daginn og komu ekki heim fyrr en seint á mánudag.
Laugardaginn fórum við svo til St. Albans og keyptum frá okkur afgangin af vitinu, fengum sinjun á kortið og allt ;) svo var farið til London Colney, þar sem seinustu aurunum var eitt í aðeins fleiri föt og svo mat. Um kvöldið elduðum við okkur svo kjúkling og franskar og slöppuðum allrækilega af saman.
Svo á sunnudaginn, Páskadag, fór Valli en auðvitað er ekki hægt að fara til London án þess að ég nái að ruglast allavega einusinni all rækilega. Þegar við vorum semsagt að keyra út á flugvöll tók ég vitlausa beyjgju og keyrði heillengi í vitlausa átt... eftir svotla stund fór ég að panica all rækilega... en auðvitað náði Valli að róa mig niður og við náðum áttum og komumst á flugvöllinn án meira vesens .. til hamingju vorum við lögð á stað snemma því auðvitað var Valli stoppaður í tollinum og látinn fara úr skónum og eitthvað ;)) hehe... en svo gekk ferðin heim auðvitað svona fínt.. svo fór það sem eftir var af deginum í það liggja í sólbaði, 26° í skugga, því hitastigið hafði bara hækkað frá því að Valli kom ;) svo var Páskamáltíðin kínverskur take away matur. En talandi um Páksamat/páksaegg... já ég fékk svo mikið sem 3, eitt nr. 10 frá Birkihlíðinn og svo eitt ástaregg frá Barmahlíðinn og svo auðvitað eitt frá Önnu elskunni .. Takk :))
Mánudagurinn fór svo í smá meira sólbað og svo að taka til og slappa af ... svo komu þau um kvöldið. Á þriðjudaginn fór ég svo að hitta Dóra og núna er ég orðin alveg eins og Kiery Knightly í Domino, svo er Inga, kærastan hans, eitthvað að spá í að lita mig fljótlega... geggjað ;) Svo fór Silla á miðvikudaginn og í gær fórum við í rosa flottan dýragarð sem er hérna rétt hjá og hittum vinkonu Sillu litltu og í dag kom vinkona hennar og systir í heimsókn og eru hjá okkur núna ;) rosa stuð.. svo kemur mamma eftir innan við viku þannig að meira eftir það...
Þannig að það er ekki meira í bili... ætla að farað koma mér út til krakkanna... bæbæ

p.s myndirnar koma seinna