Já það hefur nú gengið á ýmsu upp á síðkastið.. eftir að Valli og Silla fóru kom hún elsku mamma mín í nokkra daga. Ég fór audda út á völl að ná í mömmu og eftir að hafa stoppað aðeins í Potters bar fórum við til St Albans að versla. Áður en við fórum í búðir röltum við aðeins um garðinn í St Albans og fengum okkur ís í góða veðrinu. Til mikillar hamingju fyrir mömmu var útimarkaður þannig að hún fékk algjöra útrás :)) Eftir að hafa verslað svona jájá... :p þá fórum við til London Colney og versluðum aðeins meira :)) Svo var farið heim og við fengum okkur samlokur og fögnuðum afmælinu hans Stebba - afmælisbarn dagsins :)
Á fimmtudeginum fórum við í bæinn... fórum á Dalí safnið og röltum svo bara í einhverja hringi .. og enduðum í kínahverfinu sem var mjög gaman. Svo audda verða að prófa eitthvað af þessum kaffihúsum en leið og við settumst niður byrjaði Lay Low í útvarpinu en það var ekki allt, eftir að hafa rölt um kínahverfið í smá tíma röltum við upp á Oxford og þar gengum við fram á stóra auglýsingu af Garðari Cortes .. mjög íslenskur dagur svo enduðum við hjá Liesester Square og fengum okkur ís. Svo skelltum við okkur bara heim og fengum okkur góðan kjúkling í kvöldmatinn og svo var bara slappað af :)
Á föstudeginum fórum við til Borehamwood og ég fékk mer dragt og skó ásamt öðru lífs nauðsynlegum hlutum:D við mamma tókum Dag elskuna með okkur í þetta ferðalag. Eftir að hafa farið á Costa og fengið okkur að borða fórum við til London Colney og keyptum svona aðeins meira :))
Á laugardaginn fórum við á hefðarsetur þar sem við sáum víkinga, gríska hermenn, riddara og breska riddara og auðvitað kom drekinn en riddarinn náði að bjarga málunum... nokkuð skondið :D híhí... eftir að hafa farið og skoðað setrið sjálft, og það sem hver hópur var með uppá að bjóða og lamið drekann aðeins, fórum við heim og slöppuðum af .. eða eins mikið og hægt er þegar mamma fer í ham :D heehhehe.....
á sunnudeginum keyrði ég svo mömmu á völlinn eftir að hafa hjálpað henni að troða ofan í tösku... sem var nú ekkert smá púsluspil :) hehe.. og þá var það bless.. það var erfitt, en þar sem það eru ekki nema 28 dagar í dag þangað til ég kem heim þá var þetta auðveldara... Váa.. time flies when you are having fun:D
Áður en mamma kom fórum við í dýragarðinn hérna rétt hjá en síðan hún fór (sem eru ekki nema 3 dagar) höfum við gert voða lítið annað en að slappa af :) en svo er planið að fara í dýragaðinn aftur á föstudaginn rosa stuð ;) en já ...svo að því sem er í gangi heima... það er allt í háa loftum heima í Birkihlíðinni, það er verið að byggja einhvern rosa pall fyrir aftan hús og það er búið að leggja inn pöntun fyrir trampólíni en það er nú ekki minna að gerast inni, hún elsku mamma er að mála stofuna hvíta akkurat núna.. krafta fólk. Svo er reyndar allt á fullu fyrir austan hjá honum Valla mínum og Óla Bjarna líka. Þeir eru að reyna að klára bílskúrinn á Einbúablá sem fyrst svo Óli og Valli geti flutt inn.. og ég þegar ég kem heim :) en já tengdó og stelpurnar eru að fara austur næstu helgi að hjálpa þeim og koma með húsgögn í leiðinni.. allt að gerast og ég sit og slappa af hérna í London :)) sem er voða fínt :D en já .. nú ætla ég að farað horfa á Latabæ með Sillu en áðan vorum við að horfa á Bubb byggi og Dagur fór að syngja með .. hann segir ekki einu sinni nafnið mitt en hann getur sungið Bubba byggi lagið .. þarna sér maður hvað er mikilvægara :)) hehe...
Wednesday, 25 April 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Bara 28 dagar... Vááá hvað tíminn er fljótur að líða mér finnst eins og það hafi verið í gær sem að þú komst og kvaddir mig á Ólafshúsi "snökt".... hehe en ég hlakka allavega til að fá þig til landsins það verður djammað feitt þegar þú kemur ;) er haggi...?
Verðum í blandi sæta mín:)
Kv. Elma
Hæ sæta...
Vá bra 28 dagar!!!
Shitt það er ekkert grín að tíminn flýgur þegar þú ert að skemmta þér. Þo svo að ég sé ekkert búin að vera að skemmta mér (A) hehe..En þú verður að vera í bandi þegar þú kemur á klakann... ég verð að fá að hitta uppáhalds Álfinn minn!!!
Saknjú!!
Kv. Bogga :D
Post a Comment