Thursday, 24 May 2007

komin heim ...

welll... þá er maður kominn heim! Ferðin heim gekk vel en ég þurfti að bíða í hálftíma eftir Valla því það kvell sprakk hjá honum á leiðinni suður og það fór daggóður tími í að redda því... já, eftir að hann kom rendum við í Hafnarfjörðinn þar sem við gistum hjá Sunnu og Hrafnkeli svo var lagt á stað um 9 leitið heim. Ég tók við stýrinu í Borgarnesi og keyrði í Staðarskála í stórr hríð og kvass viðri - svona ekta íslenskt - í Staðarskála tók Valli aftur við því honum fannst ég keyra eitthvað hægt... :p En já, þegar við komum í bæinn fór ég beint á æfingu fyrir útskriftina og svo er ég að fara til tannlæknis á eftir.. svo er bara útskrift á morgun og veisla daginn eftir... já meira um það seinna..

~litli álfurinn kominn heim~

Wednesday, 16 May 2007

Lítil prinsessa kom í heiminn 15.05.07 kl.10:40

Stolt móðir :)


Litla prinsessan


Stoltur pabbi


Þreytt en ánægð ... :)


Litla prinsessan :)

Svo varð ég að bæta við nokkrum myndum fyrst ég var byrjuð :p

Þreyttir bræður



Systkynin að leika sér í leikherberginu
Þegar mamma var í heimsókn fórum við á hefðarsetur þar sem þessi hræðilega dreki byrtist allt í einu ;) hehe

Ég og Dagur á rölti

Ég og Silla að horfa á riddara sýninguna

Ég, Skarpi og Dagur með vígalegum hermanni :)
- engar myndir fundust af mömmu - hmm...

þessi er tekin í endan á apríl úti í góðaveðrinu

Eina helgina fórum við á víkingasetur þar sem Gugga og Stebbi fengu að skjóta af boga..

Tekið í víkingaskóginum

Silla að farað sjá hvað Dagur var að bralla... hann var að skoða óróa sem slóst í tréið. Voða spennandi ;D

Dagur fyrir utan eitt víkingahúsið

Ég að hjálpa Sillu og Skarpa að búa til brauð sem við bökuðum síðan á eldi.. þetta er inni í einum af víkingaskálunum sem voru þarna... þetta sem er á kinnunum á okkur er merki sem við fengum öll, þetta var málað á okkur leið og við komum inn í garðinn... ég fékk gyðja hafsins :))

Svo varð ég að klára þessa seríu með mynd úr dýragaðinum hérna rétt hjá af Sillu og bestu vinkonu hennar, Jessicu. Silla talar litla ensku en þær eru samt límdar saman og eru ekkert smá góðar saman :)

p.s. fleiri myndir koma inn þegar ég kem heim til Íslands... það er eftir viku

Sunday, 13 May 2007

Nooooo baby !!!

well... ég er að hugsa um að hafa þetta ekki voða langt, bara svona þetta helsta. Systir Guggu og mágur komu í heimsókn á miðvikudaginn en fóru niður í bæ á föstudaginn því Sigga var að fara á ráðstefnu, þau ætluðu að koma og sjá nýja barnið en fengu í staðinn bara að sjá ólétta konu.. já Gugga er ekki ennþá búin að eiga, þetta barn lætur sko bíða eftirsér... hehe.. en svona að öðru þá verð ég líklega á leiðinni út á flugvöll á þessum tíma eftir 10 daga.. já þetta styttist óðum vá... Ég ætlaði mér samt að vera orðin brún svona áður en ég færi heim en það hefur gengið voða hægt.. það er bara rigning og kalt hérna.. ekki sniðugt, kem heim jafn hvít og ég fór.

Seinustu dagar hafa bara verið voða rólegir .. allt gengið sinn vana gang hérna. Heima er allt að smella saman, pallurinn í Birkihlíðinni og Valli og Óli (og ég tæknilega séð) fluttu inn í dag og Valli sefur fyrstu nóttina á nýja, fína, Alovera rúminu hans/okkar í nótt...

Allavega.. ég segi bara bless í bili :)

Monday, 7 May 2007

kakkalakkara...

Ef að ég hefði verið spurð fyrir nokkrum dögum síðan hvort að ég væri með fóbíu fyrir einhverju hefði svarið verið nei en... okay hvað er það ógeðslegasta sem þið getið hugsað ykkur þegar þið eruð að borða eða fara á klósettið sem er algjört "neinei"... okay fyrir mig er það kakkalakkar en ég hélt að ég væri ekki með fóbíu bara fyndist þetta ógeðselgt eins og flest öllum öðrum þangað til eg horfði á sjónvarpsþátt um daginn hérna sem heitir því skemmtilega nafni panicroom sem að gengur út á að hjálpa fólki sem að er hrætt við eitthvað .. í sama þætti var rætt við konu sem er hrædd við hnappa og tölur, hún vildi meina að þeir væru með sál og fortíð og gætu náð til hennar, náði því ekki alveg (svoldið skondið þó maður eigi ekki að gera grína að því ;)) .. en allavega þarna var gella sem að þurfti að horfa á kakkalakka og segja svo eftir hverja mynd á skalanum 1-10 hvað hún væri hrædd.. dem þegar hún sagði 3 hefði ég sagt 5 ... vá okay þetta byrjaði rólega og sýndi bara teiknaðar myndir af kakkalökkum en svo fóru þær að vera meira raunverulegar og svo var sýnt brot þar sem kakkalakkinn var að labba og oOJJJJJJJJ....... (meiri segja núna lyfti ég löppunum upp - sumir vita afhverju það er) og ekkki nóg með það heldur fékk hún heimaverkefni sem að gekk út á að horfa á einhverjar myndir í 10 sek og gefa því einkunn .. dem fyrst voru þetta voða saklausar, eiginlega hálf fyndar teiknimyndafígúrur sem áttu að vera kakkalakkar en svo með seinustu myndumun mynd af kakkalakka standandi á gaffli og þá gafst ég upp og skipti um stöð. Þetta eru ógeðsleg dýr og ég færi yfirum ef ég þyrfti að sjá þetta oft á dag, ég væri bara upp á stólunum.. anyway útkoman semsagt eftir þennan 20 mín áhorf var að ég er með fóbíu fyrir kakkalökkum og er stolt!!! Þetta eru ógeðsleg dýr og á að útrýma.


En svona að öðru þá er Gugga EKKI búin að eiga .. fæ þessa spurningu oft á dag núna :p og ég er að fara heim eftir 17 daga, þar býður mín æfing fyrir útskrift daginn eftir að ég kem heim og tannlækna tími (er búin að verað drepast í einni tönninni síðan ég kom, held að það sé skemmd :( ) og svo 25 maí er útskrift og matur um kvöldið og svo 26 maí er útskriftaveislan og já.. ég er komin með vinnu á hótel Héraði sem er á Egilstöðum og byrja þar 1 júní sem er btw sami dagur og Halldór bróðir er að útskrifast úr 10 bekk (til hamingju;) og Jónas bróðir á að verað keppa á fyrsta sundmótinu sínu í Reykjavík (til hamingju).'Eg líka komin með nánast fullbúna íbúð með húsgögnum og öllu saman :D Takk sæti minn :x og óli :) Og já.. það er allt að gerast og ég sit hérna og er að spá í hvað kakkalakkar eru ógeðsleg dýr.. sumir eru ekki í lagi ... eins og einhver hefði sagt ;) hehe....

allavega svona er lífið í london.. fara í garðinn og hugsa hvað kakkalakkar eru ógeðsleg og reyna að draga hugan frá því að bráðum þarf ég að farað pakka niður öllu dótinu sem ég er búin að kaupa ... það verður erfitt... en allavega bæbæb í bili

btw. kíkið á síðuna hans Helga Sæm. og hlustið á lagið um Unni elskuna með Ingu Birnu.. www.myspace.com/helgisaemundurg