Friday, 19 January 2007

Hmm... ég með blogg

Allavega núna er ég komin með blogg síðu... flestir sem ég hef talað við hafa enga trú á mér en ég ætla að reyna allavega meðan ég er hérna í London .... :)

svo... það er ekki komin vika en ég er samt svona nokkurnvegin kominn inn í hvernig þetta virkar allt en það var voða skrítið fyrst að horfa á alla bílana keyra vitlaust og öll húsin úr rauðum múrsteinum :S en svona er víst London ... ég hef ekki farið ennþá í miðbæin en það tekur 20 mín að fara með lest þangað en þar sem ég bý ekki langt frá lestarstöðinni þá mun það gerast fljótlega.... ég hef hinsvegar kynst hverfinu hérna í kring aðeins... fór rölt í dag á flíspeysunni takk fyrir takk ,reyndar með vetlinga líka, og var á röltinu í klukkutíma með yngri strákinn, Dag. Já fyrir þá sem ekki vita það þá er ástæða þess að ég bý hérna sú að ég er aupair hjá íslenskri fjölskyldu, Skarphéðinn Davíð 5 ára, Sigurbjörg (Silla) 3 ára og svo Dagur árs gamall og svo má ekki gleyma barninu sem að á að koma í heiminn í byrjun maí.... voða stuð :D

Allavega... ég skrifa vonandi fljótlega og læt vita hvað er í gangi hérna...

3 comments:

Bogga said...

hæj ástin:*:*:*

sakna þín alveg svakalega sæta min!!

vonandi líður þér sem allra best og vertu dugleg að blogga svo við getum fengið að fylgjast með þér :*:*

love love Bogga :*

Anonymous said...

Hæ sæta! Frábært að þú sért farinn að blogga, gaman að geta fylgst með hvað u ert að brasa þarna í útlandinu:) Vonandi gengur allt bara vel hjá þér! Sakna þín ógó mikið:*
Kv: Elma Hrönn

Anonymous said...

hæhæ ákvað að kíkja hérna inn, sá linkinn á msninu þínu!! og haa? ertu komin til london?? :0 dugnaðurinn í þér kella, vona að þér gangi bara rosalega vel og hafir það gott þarna :) mun pottþétt kíkja hérna reglulega til að fylgjast með þér í London :)
good luck!