Thursday, 8 February 2007

Sumar/Vetur í London

Í dag snjóaði í London, flugvöllum, skólum, leikskólum lokað og bílar sátu fastir... það var 10 cm snjór... en bretar kunna ekki að keyra í snjó svo það útskýrir allt og auðvitað enginn á vetrardekkjum ... kjánar.... :)) hehe ... en fyrst það var frí í skólunum þá skelltum við okkur út og bjuggum til snjókaggla... rosa stuð


Annars er voða lítið að frétta .. jú ég fór á fyrsta pottery tímann og í tvo tíma hlustaði ég á kennara minn tala um öryggis atriði og svo um leir og hvernig leir þeir væru með... voða spennandi og svo er auðvitað aðal fréttin í dag.. Anna Nicole Smith er dáin, voða sorglegt:( Allavega ég er að hugsa um að halda áfram að lesa bókina sem ég keypti um daginn... ævisaga Kurt Cobain, mjög góð bók, allavega það sem ég er búin með :)

Uppgvötun dagsins er að það er til gata sem heitir Einbúablá.... veist þú hvar hún er á landinu????

4 comments:

Anonymous said...

Blezzuð... þetta er Halldór... hvað geta þessir bretar ekki labbað í skólann bara... eða halda þeir að þeir festist... :P :D... en allavena skemmtu þér vel að læra um mismunandi gerðir af leir og öruggisatriði um hann... t.d. að það sé óhollt að borða leir... hann getur fests í tönnunum... :P... en u verður að drífa þig á þetta ballonmaking námskeið... langar að sjá þig gera geimskip... :P

Anonymous said...

hæhæ ég heiti sigrún og er au-pair hérna í london..rakst á síðuna þína í gegnum jaa veit ekki alveg hvað..en allavega ef þig langar í félagsskap þá erum við tvær vinkonur hérna og langar endilega að kynnast fleiri íslendingum :D

Anonymous said...

ég veit hvar einbúablá er.. það er á egilstöðum :) bjó í henni :p

Anonymous said...

Hæhæ.. Já það er alveg ótrúlegt með þessa útlendinga kunna ekkert að keyra það er búin að koma 2x snjór hérna í lúxinni og það bara 3cm og allt stopp hérna:)
En var bara að lesa bloggin þín greinilega að skemmta þér rosalega vel, og heppin með fjölsk?
Bið að heilsa héðan Frá Lúxemborg;)