helgin hefur bara verið nokkuð góð, á föstudaginn fór ég, gugga, silla og dagur í smá búðarrölt en það gekk ekki slysalaust fyrir sig, við týndum töskunni hennar Sillu með spari skónum hennar í, svo týndum við skónum hans Dags (hann reyndar datt úr honum þegar ég var að setja hann inn í bílinn og tók ekki eftir því) svo það þurfti að snúa við þegar við vorum komin heim... taskan er ennþá týnd... :(( svo hjólaði Silla í skólan til Skarphéðins og aftur til baka... svipað langt og að fara í skaffó án brekkunnar
Laugardagsmorguninn var voða rólegur, Silla fór í ballett en svo upp úr hádegi fórum við út í garð og það var svo gott veður að ég var á bolnum (kannski ástæðan fyrir því að ég vaknaði með hálsbólgu í morgun) og Stebbi náði í hjólin fyrir krakkana og eftir að hafa leikið svoldið í garðinum fórum við í einhvern garð og krakkarnir tóku hjólin með ... voða gaman... sumarið er svona að byrjað koma ;)) svo fórum við heim og fengum okkur pitsur frá Dominos...
Svo í dag, sunnudag, fórum við í miðbæ london og röltum svoldið, fórum í sædýrasafn hérna... geggjað gaman og flott.... ég HORFÐI á Big Ben (bara fyrir þig mamma) og tók þá ákvörðuna að fara aftur fljótlega á Dalíu safnið og London eye... svo fórum við í James park, þar var tjörn með öndum og ík0rnum og svo fórum við í Green park og fengum okkur kakó ;) en voðalega er gott að koma heim.. ég verð samt að viðurkenna að lestarkerfið og að komast á milli staða er ekki eins erfitt og ég hélt... það er meiri segja ekki svo rosalega hræðilegt að keyra eins og ég hélt fyrst... það er erfiðast að bakka út úr stæðinu hérna það er svo lítið og þröngt og bíllinn þeirra er mjög stór...
ég ætla að byrja með nýtt sem að er uppgvötun dagsins
uppgvötun dagsins: líters gosbjór hérna útí búð kostar 2 pund... og afhverju erum við að drekka vatn???
Sunday, 4 February 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ertu ekki að djóka með gosbjórinn????!!! suuusssss
Best að fara að safna fyrir Londonferð.....
Halló skvís...ég ætla líka að horfa á big ben..... seinna.....er bara komið vor í London á ekki að fara í stuttbuxur líka?????gaman að vita hvað þið eruð dugleg að skreppa eitt og annað.Allir biðja að heilsa auper skvísuni:D Mamma og Q
Post a Comment