Friday, 2 February 2007

Ég dýrka london


ég gerði geggjað góð kaup í dag, að mínu mati, ég keypti mér appelsínugula asics-íþróttaskó, íþróttabuxur, armyderhúfu og hælastígvél á 99,76 pund eða 13,960 ísl krónur... það er afsláttur í íþróttabúðinni sem er hérna nálægt... og sko almennilegur afsláttur 30-90% ... svo fór ég líka og keypti mér 3 dvd og 2 cd og eina bók sem er í mikluuppáhaldi .... uppskriftir af skotum og 4 skot glös :)) og svo auðvitað fyrst að ég var byrjuð og stóð fyrir utan Next varð að fara aðeins þangað og keypti þar gallabuxur, gulapeysu, 8 pör af sokkum og 3 eyrnalokka... ein mjög sátt eftir daginn og auðvitað til að toppa allt þá fékk ég að keyra bæði fram og til baka... og fyrst ég er farin að tala um að keyra þá keyrði ég ein í búðina um daginn :D ... það er ekki langt í búðina en alltof langt til að labba svo ... ég er orðin nokkuð góð :) næsta vesen verður að keyra aftur heima.... hehe

Ég, eins og margir vita, hef ekki mikið vit á tónlist en þar sem ég bý hjá fjölskyldu sem finnst mjög gaman af tónlist (kannski hafa einhverjir aðrir haft líka smá áhrifa áður en ég fór;)) þá smitast maður... en ég er að hlusta á disk sem ég keypti í dag með Ray Charles og heitir genius loves company ... þar eru helling af frægum söngvurum að syngja með Ray og þetta er án ef einn af bestu diskum sem ég hef heyrt... ég nenni að hlusta á öll lögin og það eru ekki margir diskar sem ég hef nennt að hlusta á frá upphafi til enda án þess að farað gera eitthvað annað.... þó að ég hafi ekki enn fangið að gera það ;)

en ég verð að fara núna... undir búa kvöldmatinn..... bæbæbæ

No comments: