Wednesday, 21 March 2007

Butterflies and everyone coming or going...

Já páskarnir nálgast og allir á ferðalag... Aníta, eina manneskjan sem ég hef kynst af einhverju viti hérna er farin en kemur til baka einhvertíman í maí, svo er Silla, amma krakkana, að koma eftir viku og svo er Valli að koma eftir 12 daga ;) og verður hérna í viku og svo þegar þau verða farin þá kemur hún elsku mamma og verður hérna í svona helgarferð 18-22 apríl -Til hamingju með afmælið mamma :D - og fljótlega eftir að mamma fer og Gugga verður alveg komin á steypirinn eða búin að eiga þá kemur systir hennar í heimsókn með manninn sinn... og ekki löngu eftir það kem ég heim.... það er svosem ekki mikið eftir, ég kem eftir 2 mánuði... hmmm....

en svona að því sem hefur gerst seinustu dagana þá hitti ég konu frá Chile þegar ég var að fara til Anítu daginn áður en hún fór .... hún var mögnuð.. sagði mér margt þrátt fyrir að þekkja mig ekki neitt....hehe... karlavesen og vesen á nemendum hjá henni sem hún var að kenna spænsku.. ég dýrka fólkið hérna... allavega svo fórum við í Butterflie garð þar sem voru auðvitað fiðrildi en svo líka svín og geitur, kóngulær og sporðdreki og magt fleira ... svo ákvað ég í gær að nú væri komið nóg af þessu rugli með þetta íþróttacenter hérna og fór og pantaði mér tíma í ræktinni en þú þarft að fá kynningu áður en þú mátt fara í ræktina sem kostar 20 pund ... ég ætlaði að verða member hjá þeim í janúar en þau vildu ekki kortið mitt og svo vildu þau ekki peningan mína o.s.frv. og ég var alveg búin að gefast upp og hef bara verið að skokka og ganga hérna í hverfinu sem er svosem líka fínt en svo ákvað ég að gera seinustu tilraun núna og well... hitti þennan fína strák sem fór með mér í gegnum öll tækin og spjallaði heilmikið við mig og ekki um Ísland ... komin með nóg af því spjalli... en svo sagði hann mér frá skokk hóp sem var að byrja sem er að æfa fyrir maraþon í sumar og mér lýst bara nokkuð vel á það ... ekki gera samt ráð fyrir að sjá mig í fremstu línu á næsta Reykjavíkurmaraþoni... en fyrir þetta ráð og smá kynningu á því sem ég kunni þá borgaði ég 20 pund en ef ég vil prógramm þá þarf ég að borga önnur 20 pund en svo veit ég ekki hvað kostar að vera með í þessum hóp en ég giska á 10 pund í hvert skipti.... okur!!!

Semsagt lítið að gerast hérna hjá mér en þetta er bara lognið á undan storminum.... hehe;) en nú er ég að hugsa um að kveikja á kassanum og láta það soga seinustu orkuna úr mér áður en ég fer að sofa..... bæbæ
Björg;)

Saturday, 10 March 2007

Sænskir dagar í London



Lífið heldur áfram hérna í London... ég hef ekki verið mikið á ferðinni, fór til St. Albans á fimmtudaginn og Dagur og ég röltum um voða sætan listigarð bara á peysunum og nutum góða veðursins. St. Albans er án ef einn sætasti bær sem ég hef farið í... allt svo eitthvað vinalegt og æðislegt þar... allavega annars hef ég bara verið að þrífa og hlaupa; þrífa því Gugga og Silla eru að koma heim á morgun og hlaupa til að koma mér í form fyrir útskriftina.. eða eitthvað hehe....

Talandi um að vera á ferðinni þá var hringt í mig á þriðjudaginn og ég spurð hvort ég hefði ekki tíma til að fara niður í bæ og borða daginn eftir... þetta voru Rannveig og Svala, þær voru í nokkra daga stoppi hérna áður en þær héldu áfram til Kína til að hitta Kristín Unu og ætla svo að ferðast eitthvað um Asíu... vona að þeim gangi sem allra best... og auðvitað til að undirbúa sig fórum við á kínverskan veitingastað með kjúklinginn hangandi í glugganum og allt saman... mjög spes;)

Svo má ekki gleyma því að auðvitað fór ég út um helgina... hehe... Aníta er að fara svo við ákváðum að taka eitt loka djamm áður.. ekkert smá gaman, hittum helling af fólk mis skemmtilegt allt frá enskum fótboltadrengjum til Ítalskra gæðinga sem töluðu ekki stakt orði í ensku og svo auðvitað hinn sænski Svenn sem bjargaði mér oftar en einusinni ... held að það fylgi nafnu.. híhí... en þrátt fyrir alla athyglina sem fylgir því að vera ljóshærð hérna þá enduðum við samt einar við hliðina á lestarstöðinni rétt fyrir 6... líkt og verstu rónar... en sannleikurinn er sá að lestarstöðin opnaði ekki fyrr en rétt fyrir 6 og því komumst við ekki heim fyrr... kom heim um 7 ... ekki sniðugt:(( búin að vera drulluþreytt í allan dag en svona er þetta víst... en á lestarstöðinni hitti ég svo Andi sem er sænskur en vinnur á bar í miðbænum ... og auðvitað reddaði ég mér á gestalist ... hehe... allavega ég er að hugsa um að farað horfa á sonic underground með Skarpa og fara svo að elda sænskar kjötbollur og pasta...hjejhej

bæbæ.... lovya al
Bjoooog

Sunday, 4 March 2007

Dans of your shoes... tekið to the extrem

Lappirnar á mér eru bólgnar eftir djammið í gær... já ég fór loksins á djammið ;) ... fór með Anítu, sem er líka aupair hérna í London, geggjað fín stelpa... við fórum á Rube blue og eina sem við borguðum allt kvöldið var inn á staðinn... svo hittum við þennan fína strák og hann bauð okkur að setjast hjá sér og einhverjum vinum hans, ein vinkona hans átti afmæli.. þannig að það var allt fljótandi í ókeypis áfengi og hver segir nei við svoleiðis....heheh :D.. svo var dansað, vá hvað er gott að dansa... ".. dansa, það er svo gaman að dansa" ...hehe... okey ef það skín ekki í gegn þá er ég þunn... ekki mikið en smá :)) en það fylgir líka.. ég er búin að sofa í tvo og hálfan tíma... heima hjá Anítu og fór svo í lestin og var á ferðalagi í 2 tíma, lestin byrjaði ekki að ganga fyrr en um 8 svo það var ekki um annað að ræða... en svona er þetta bara, heyrði í Valla áðan og hann er skít þunnur bænum svo við erum góð...hehe...

Við fórum í einhvern voða sætan miðbæ í gær og ég fann meters kókflösku... og við fengum okkur pitsu á Pitsahut (held ég)... geggjað gaman og gott... svo ryksuguðum við bílinn hennar Guggu, sem var nú alveg kominn tími til... hehe;) svo hefur bara voða lítið verið gert, ég fór til St. Albans á föstudaginn, rölti um og keypti mér föt.... (kemur kannski ekki á óvart :) heh... svo hef ég bara verið svo slöpp og hálf veik alla vikuna að ég hef ekkert farið, valla farið með Dag í göngutúr... var með einhvern magaverk sem var að drepa mig.... veit ekki...

hérna er smá ... svona fyrir mig að sjá hverjir eru að koma hingað inn á síðuna... ég finn nefnilega ekki teljara eða gestabók.. (ef einhver getur sagt mér eitthvað um þetta væri það æðislegt)...
  1. Þekkirðu mig persónulega?
  2. Hvað finnst þér um mig?
  3. Langar þér að kynnast mér betur?
  4. Myndirðu vilja koma með mér einni á eyðieyju í viku?
  5. Ef þú mættir bara taka 3 hluti með þér á eyðieyjuna, hvað myndi það vera?
  6. Hvað myndirðu gera ef þú værir fastur/föst í lyftu með mér?
  7. Ertu með Tattoo eða piercing?
  8. Myndirðu gráta ef ég myndi deyja?
  9. Hver er versti kækurinn þinn?
  10. Hvað minnir þig á mig?
  11. Myndirðu verja mig ef einhver væri að níðast á mér?
  12. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo að ég geti svarað þér á móti?
Björg... þunn