Saturday, 10 March 2007

Sænskir dagar í London



Lífið heldur áfram hérna í London... ég hef ekki verið mikið á ferðinni, fór til St. Albans á fimmtudaginn og Dagur og ég röltum um voða sætan listigarð bara á peysunum og nutum góða veðursins. St. Albans er án ef einn sætasti bær sem ég hef farið í... allt svo eitthvað vinalegt og æðislegt þar... allavega annars hef ég bara verið að þrífa og hlaupa; þrífa því Gugga og Silla eru að koma heim á morgun og hlaupa til að koma mér í form fyrir útskriftina.. eða eitthvað hehe....

Talandi um að vera á ferðinni þá var hringt í mig á þriðjudaginn og ég spurð hvort ég hefði ekki tíma til að fara niður í bæ og borða daginn eftir... þetta voru Rannveig og Svala, þær voru í nokkra daga stoppi hérna áður en þær héldu áfram til Kína til að hitta Kristín Unu og ætla svo að ferðast eitthvað um Asíu... vona að þeim gangi sem allra best... og auðvitað til að undirbúa sig fórum við á kínverskan veitingastað með kjúklinginn hangandi í glugganum og allt saman... mjög spes;)

Svo má ekki gleyma því að auðvitað fór ég út um helgina... hehe... Aníta er að fara svo við ákváðum að taka eitt loka djamm áður.. ekkert smá gaman, hittum helling af fólk mis skemmtilegt allt frá enskum fótboltadrengjum til Ítalskra gæðinga sem töluðu ekki stakt orði í ensku og svo auðvitað hinn sænski Svenn sem bjargaði mér oftar en einusinni ... held að það fylgi nafnu.. híhí... en þrátt fyrir alla athyglina sem fylgir því að vera ljóshærð hérna þá enduðum við samt einar við hliðina á lestarstöðinni rétt fyrir 6... líkt og verstu rónar... en sannleikurinn er sá að lestarstöðin opnaði ekki fyrr en rétt fyrir 6 og því komumst við ekki heim fyrr... kom heim um 7 ... ekki sniðugt:(( búin að vera drulluþreytt í allan dag en svona er þetta víst... en á lestarstöðinni hitti ég svo Andi sem er sænskur en vinnur á bar í miðbænum ... og auðvitað reddaði ég mér á gestalist ... hehe... allavega ég er að hugsa um að farað horfa á sonic underground með Skarpa og fara svo að elda sænskar kjötbollur og pasta...hjejhej

bæbæ.... lovya al
Bjoooog

1 comment:

Anonymous said...

Hæ hæ ég sé að það sé stuð hjá þér. En já fjölskyldan mín er kannski að fara til Londonar um páskana og þá fer ég mjög líklega með þeim þannig að ég hitti þig kannski þar:) En svo verður þú bara líka að kíkja til mín:) er það ekki? En haltu áfram að skemmta þér.
Kveðja Jónína.