Wednesday, 21 March 2007

Butterflies and everyone coming or going...

Já páskarnir nálgast og allir á ferðalag... Aníta, eina manneskjan sem ég hef kynst af einhverju viti hérna er farin en kemur til baka einhvertíman í maí, svo er Silla, amma krakkana, að koma eftir viku og svo er Valli að koma eftir 12 daga ;) og verður hérna í viku og svo þegar þau verða farin þá kemur hún elsku mamma og verður hérna í svona helgarferð 18-22 apríl -Til hamingju með afmælið mamma :D - og fljótlega eftir að mamma fer og Gugga verður alveg komin á steypirinn eða búin að eiga þá kemur systir hennar í heimsókn með manninn sinn... og ekki löngu eftir það kem ég heim.... það er svosem ekki mikið eftir, ég kem eftir 2 mánuði... hmmm....

en svona að því sem hefur gerst seinustu dagana þá hitti ég konu frá Chile þegar ég var að fara til Anítu daginn áður en hún fór .... hún var mögnuð.. sagði mér margt þrátt fyrir að þekkja mig ekki neitt....hehe... karlavesen og vesen á nemendum hjá henni sem hún var að kenna spænsku.. ég dýrka fólkið hérna... allavega svo fórum við í Butterflie garð þar sem voru auðvitað fiðrildi en svo líka svín og geitur, kóngulær og sporðdreki og magt fleira ... svo ákvað ég í gær að nú væri komið nóg af þessu rugli með þetta íþróttacenter hérna og fór og pantaði mér tíma í ræktinni en þú þarft að fá kynningu áður en þú mátt fara í ræktina sem kostar 20 pund ... ég ætlaði að verða member hjá þeim í janúar en þau vildu ekki kortið mitt og svo vildu þau ekki peningan mína o.s.frv. og ég var alveg búin að gefast upp og hef bara verið að skokka og ganga hérna í hverfinu sem er svosem líka fínt en svo ákvað ég að gera seinustu tilraun núna og well... hitti þennan fína strák sem fór með mér í gegnum öll tækin og spjallaði heilmikið við mig og ekki um Ísland ... komin með nóg af því spjalli... en svo sagði hann mér frá skokk hóp sem var að byrja sem er að æfa fyrir maraþon í sumar og mér lýst bara nokkuð vel á það ... ekki gera samt ráð fyrir að sjá mig í fremstu línu á næsta Reykjavíkurmaraþoni... en fyrir þetta ráð og smá kynningu á því sem ég kunni þá borgaði ég 20 pund en ef ég vil prógramm þá þarf ég að borga önnur 20 pund en svo veit ég ekki hvað kostar að vera með í þessum hóp en ég giska á 10 pund í hvert skipti.... okur!!!

Semsagt lítið að gerast hérna hjá mér en þetta er bara lognið á undan storminum.... hehe;) en nú er ég að hugsa um að kveikja á kassanum og láta það soga seinustu orkuna úr mér áður en ég fer að sofa..... bæbæ
Björg;)

1 comment:

Anonymous said...

Vá þetta er nú bara rán um hábjartan dag... þessum peningum væri nú betur varið í falleg föt... er annars ekki frítt að skokka hring í hverfinu með i-pod?
kv. Stefanía